Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, hefur ákveðið að hætta störfum hjá félaginu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, og ganga til liðs við eignarhaldsfélagið Kvos.

Ekki er búið að ganga formlega frá starfslokum Birgis hjá Iceland Express, en hann mun taka við sem framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar, sem er móðurfélag Prentsmiðjunnar Odda.

Viðsnúningur hefur verið á rekstri Iceland Express undir stjórn Birgis og flugleiðum hefur verið fjölgað verulega. Áætlaður rekstrarhagnaður á árinu er um 600 milljónir króna, samanborið við 300 milljónir árið 2005 og 300 milljóna rekstartap árið 2004.

Kvos hefur fjárfest í pretnsmiðjurekstri í Bandaríkjunum, Póllandi og Rúmeníu.