Bjarni Þór Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Naust Marine í Garðabæ. Bjarni Þór lauk Dipl. Ing. í Sensorsystemtechnik frá Karlsruhe í Þýskalandi 1996. Bjarni Þór hefur síðastliðin fjögur ár verið framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Kine ehf, en Bjarni hefur einnig starfað hjá Reykjafelli og Landspítalanum.


Naust Marine er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á hönnun og framleiðslu á margvíslegum hátækniafurðum fyrir sjávarútveg. Naust Marine hefur mjög sterka markaðsstöðu á sjálfvikum togvindukerfum fyrir fiskiskip, sérstakelga á erlendum mörkuðum. Þá býður Naust Marine upp á ýmsan búnað og lausnir á sviði iðnstýringar og sjálfvirkni fyrir iðnfyrirtæki.

Um leið lætur Ásgeir Erling Gunnarson af störfum sem framkvæmdastjóri Naust Marine í Garðabæ, en Ásgeir hefur starfað sem framkvæmdastjóri allt frá stofnun fyrirtækisins 1993.


Í tilkynningu kemur fram að mikið hefur verið að gerast að undanförnu hjá Naust Marine og er verkefnastaða mjög góð.

Ásgeir Erling er löggiltur fasteignasali og mun við starfslok hjá Naust Marine hefja störf sem slíkur hjá Skipa- og húsanaust ehf.