Björn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kraftvéla ehf. Björn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur síðustu 8 á verið framkvæmdastjóri hjá Miðlun ehf. Björn tekur við starfinu 1. apríl næstkomandi af  Ævari Þorsteinssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 15 ár eða frá stofnun þess.


Ævar sem er aðaleigandi félagsins tekur sér stöðu forstjóra félagsins og mun einbeita sér meira að uppbyggingu dótturfélags Kraftvéla, KFD A/S, í Danmörku.

Kraftvélar ehf. er innflutningsaðili á vinnuvélum og tækjum fyrir jarðvinnslu og byggingariðnað og er m.a. umboðsaðili fyrir Komatsu, Dynapac, Sandvik, Miller, Fintec, Topcon og SDMO á Íslandi. Dótturfélög Kraftvéla eru Kraftvélaleigan ehf., sem leigir út vinnuvélar á Íslandi og KFD A/S sem er umoðsaðili Komatsu vinnuvéla í Danmörku.

Heildarvelta Kraftvéla og dótturfélaga á síðasta ári var rúmlega 7 milljarðar krónur og eru starfsmenn um 130 manns.

Björn er kvæntur Helgu Sigurðadóttur og eiga þau þrjá syni.