Stjórnendateymi ParX Viðskiptaráðgjafar IBM hefur fengið til liðs við sig Arndísi Ósk Jónsdóttur Hún mun leiða fagsvið mannauðsráðgjafar og hefur hún þegar hafið störf.

Arndís Ósk tók við af Ragnheiði D. Agnarsdóttur. Undanfarin 7 ár hefur Arndís starfað sem ráðgjafi, aðallega fyrir bresk fyrirtæki og stofnanir sem og alþjóðleg fyrirtæki. Arndís er meðlimur í breska sálfræðingafélaginu og er stofnfélagi í Special Group in Coaching Psychology innan breska sálfræðingafélagsins.

Arndís lauk BA prófi í sálfræði frá Macalester College í Bandaríkjunum 1997 og er MSc. í vinnusálfræði frá UMIST í Bretlandi 1999. Arndís er 34 ára og á 5 ára gamlan son.

Einar Svansson er stjórnunaráðgjafi hjá ParX. Hann hóf störf í byrjun maí 2006. Einar hefur starfað við ráðgjöf ,rannsóknir og kennslu tengda stjórnun síðastliðin ár.

Hann hefur unnið margvísleg stjórnunarstörf og setið í mörgum stjórnum, nefndum og ráðum; einnig verið stjórnarformaður í hinum ýmsu fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og fiskiðnaði. Hann hefur kennt stjórnunarfög við Háskóla Íslands frá árinu 2004 og hlotið styrki fyrir rannsóknarverkefni sín fyrir Viðskiptafræðistofnun HÍ.

Hann er að klára meistaragráður (M.Sc.) í stjórnun & stefnumótum og markaðsfræðum & alþjóðaviðskiptum frá viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands. Einar er 47 ára, kvæntur Sigrúnu Lilju Einarsdóttur ,framhaldsskólakennara. Hann á fjögur börn.

Ásmundur Helgi Steindórsson hefur hafið störf sem fjármálaráðgjafi hjá ParX. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu nú í byrjun maí. Ásmundur hefur víðtæka reynslu af fjármálastjórnun, ma. skipulagningu og umsjón með uppgjörsvinnu og reikningshaldi, fjármálaumsýslu, uppbyggingu tölvukerfa og innleiðingu á nýjum upplýsingakerfum.

Síðast starfaði Ásmundur hjá Fjarðarneti hf, sem fjármálastjóri og þar áður hjá Skagstendingi hf og Brim Seafood í svipuðum störfum. Hann er með B.Sc. próf frá rekstrardeild Háskólans á Akureyri og M.Sc. í fjármálum frá viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur 29 ára og er í sambúð með Erlu Björk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Agnesi Líf 5 ára og Birgi Stein 3 ára.

Magnús Guðmundsson hefur starfað sem ráðgjafi við fjármálaráðgjöf hjá ParX frá árinu 2005. Magnús hefur starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri líftæknifyrirtækis, sem stjórnarformaður sprotafyrirtækja og sem ráðgjafi hjá líftæknifyrirtækjum.

Magnús hefur reynslu og þekkingu af rekstri fyrirtækja, áætlanagerð, gerð viðskiptaáætlana og mat á viðskiptaáætlunum og verðmötum. Magnús lauk MBA prófi frá University of California í Berkeley árið 2001 og var hluti af náminu var tekin við London Business School.

Magnús hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum á Íslandi og prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Magnús er 38 ára, í sambúð með Kristjönu Kristinsdóttur, lyfjafræðingi hjá Actavis. Magnús á fjögur börn.