Húsnæðismál eru forgangsmál og Reykjavíkurborg hefur lagt góðan grunn að uppbyggingu fjölbreyttra íbúða með átaki í gerð deiliskipulags,“ segir Dagur. „Um 4.400 íbúðir hafa verið sam- þykktar í skipulagi undanfarin misseri og annar eins fjöldi er í skipulagsferli. Eins eru hátt á annað þúsund íbúða nú í byggingu í borginni. Mér telst jafnframt til að lóðir fyrir um 1.200 nýjar íbúðir gætu komið til úthlutunar af borgarinnar hálfu, næsta árið, til viðbótar þeim fjölmörgu verkefnum sem byggingarað- ilar eru með í gangi.“

Uppbygging víða í borginni

Svæðin sem eru í uppbyggingu eru fjölmörg en þau sem eru í skipulagsferli eru jafnframt umfangsmikil, s.s. 350 íbúðir á RÚV-reitnum, 300 búðir á Kirkjusandi,stækkun byggðar í Úlfarsárdal um 500 íbúðir og allt að 1.300 íbúðir í Vogabyggð svo fáein dæmi séu tekin. Nú í vikunni var undirritað samkomulag við Háskóla Íslands og Vísindagarða um uppbyggingu allt að 300 nýrra stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þetta kemur til viðbótar við önnur verkefni stúdenta og fyrirætlanir HR sem eru af sömu stærðargráðu. Dagur segir að markviss framgangur þessara verkefna og sú fjölbreytni sem uppbyggingin í Reykjavík felur í sér sé forsenda þess að þeirri miklu eftirspurn sem sé eftir húsnæði verði mætt.

Borgastjóri segir mikilvægt að skapa grundvöll fyrir fjölbreytt framboð húsnæðis. „Fólk á að eiga val um hvort það kaupi, leigi eða festi sér búseturétt. Hingað til hefur öll áhersla verið á söluíbúðir en nú viljum við einnig tryggja svigrúm fyrir uppbyggingu búseturéttaríbúða og langtíma leiguhúsnæðis, sem er hvoru tveggja hluti af heilbrigðum húsnæðismarkaði.”

Fjölbreytt atvinnutækifæri

Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Reykjavík er einnig mjög kröftug. Dagur segir ánægjulegt að sjá fyrirtæki í þekkingariðnaði og skapandi greinum festa sig í sessi. „Í Vatnsmýrinni er Alvogen að ljúka við að reisa húsnæði sitt og og hyggja á stækkun en höfuðstöðvar CCP munu einnig rísa í Vatnsmýrinni. Borgin á líka í viðræðum við Icelandair um stækkun á höfuðstöðvum fyrirtækisins og við Rvk Studios um kvikmyndaver í gömlu Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi,“ segir hann.

Dagur segir að þessi uppbyggingarverkefni séu öll mikilvægur hluti af því að styðja við auka fjölbreytni í atvinnulífi borgarinnar og munu efla samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Hann segir að nýja byggðastefnan felist í að halda ungu fólki í landinu. „Borgin gegnir þar lykilhlutverki, hún þarf að vaxa og dafna og það er mikilvægt að hér séu öflug fyrirtæki sem greiði góð laun,“ segir Dagur. „Við eigum að horfa til spennandi atvinnutækifæra, sem auðvelda ungu fólki valið.“

Nánar er fjallað um málið í Verk og vit, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.