*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 14. desember 2016 13:43

Fólk er ekki fífl

Framkvæmdastjóri IKEA segir íslenska neytendur ekki láta bjóða sér hvað sem er.

Ritstjórn
Þórarinn Ævarsson segir neytendur kjósa með fótunum.

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir útilokað að íslensk verslun geti boðið upp á sömu verð og nágrannalönd með langtum stærri markaði. Hins vegar séu neytendur komnir með nóg að okri og hiki ekki við að kaupa vörur erlendis sé það hagstæðara.

Þetta kom fram í erindi Þórarins á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Grand hóteli í morgun, en yfirskrift fundsins var: „Samkeppnishæfni íslenskra verslana".

„Auðvitað er Ísland dýrara,“ sagði Þórarinn. Hins vegar væru íslenskar verslanir alls ekki að gera allt sem þær gætu til að gera verðmuninn við útlönd sem minnstan.

„Menn eru að nýta sér fákeppni og kúnninn er lúbarinn,“ sagði Þórarinn og taldi upp nokkur dæmi. Sagði hann að Íslendingar væru skiljanlega tortryggnir í garð verslana þegar þeir læsu meðal annars fréttir um samráð risa á byggingarvörumarkaði.

„Fólk er ekki fífl,“ sagði Þórarinn og bætti því við að neytendur væru einfaldlega farnir að „kjósa með fótunum“.

Auk erindisins fóru fram pallborðsumræður þar sem Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, og Jón Björnsson, forstjóri Festis, ræddu málin ásamt Þórarni. Margrét sagði meðal annars að fjölmiðlaumfjöllun hjálpaði ekki til, gjarna væru birtar fréttir um að verslanir væru að okra en ekki væri jafn fréttnæmt að verslanir væru að bjóða upp á góð og samkeppnishæf verð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is