Gunnar Örn Kristjánsson, aðaleigandi Bræðranna ORMSSON, tók í gær við starfi framkvæmdastjóra ORMSSON, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann var forstjóri SÍF í 12 ár, rak eigin endurskoðunarskrifstofu um áratuga skeið og er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur. Gunnar er 52ja ára.

Andrés B. Sigurðsson, sem lætur af starfi framkvæmdastjóra, hefur gegnt starfinu í nær 14 ár. Hann verður sextugur síðar á árinu og fer ekki til annarra fast bundinna starfa. Hann starfaði áður hjá Alpan á Eyrarbakka og hjá Vörumarkaðnum.