Gylfi Rútsson hefur tekið við sem  framkvæmdastjóri Distica hf. að því er kemur fram í tilkynningu. Distica er nýtt innflutnings- og dreifingarfyrirtæki sem áður var hluti af Vistor hf. Distica sérhæfir sig í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisstofnanir og rannsóknarstofur.

Gylfi hefur síðastliðin 4 ár verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Vistor, en hann hefur rúmlega 20 ára reynslu af fjármála og rekstrarstörfum. Á árunum 1999 ? 2003 starfaði Gylfi sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tals hf. og frá 1991 - 1999 var hann fjármálastjóri Tæknivals hf. og markaðsfulltrúi hjá fjármögnunarfyrirtækinu Glitni hf. 1986 ? 1991. Gylfi er 44 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er kvæntur Ágústu Kristjánsdóttur, snyrtifræðingi og eiga þau þrjú börn.