Höskuldur Ásgeirsson sem hætti sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í dag hefur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ráðið sig til starfa sem forstjóri Nýsis.

Höskuldur var ráðinn framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar  og síðar forstjóri þegar rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og ríkisfríhafnarinnar var sameinaður og hlutafélagsvæddur 1. október 2000.

Nýsir starfar á sviði einkaframkvæmdar vegna bygginga, fasteignareksturs og stoðþjónustu fyrir opinbera aðila og hefur gert samning um mörg verkefni á því sviði að undangengnu útboði. Nýsir tekur einnig þátt í samstarfi með öðrum aðilum vegna reksturs skóla, heilsugæslu, íþróttamannvirkja og heilsutengdrar starfsemi og hefur frá stofnun félagsins tekið virkan þátt í útrásarverkefnum, bæði sem ráðgjafi og fjárfestir.