Meirihluti Íslendinga telur enn að stjórnarflokkunum sé að kenna um hrun efnahagslífsins hér á landi, samkvæmt ályktun Huldu Þórisdóttur, lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir í samtali við Fréttablaðið sýn Íslendinga á það hverjir olli hrunin hafi ekki breyst frá árinu 2009 til 2013. Þó virðist landanum að einhverju leyti vera runnin reiðin.

Hulda kannaði hverjum Íslendingar kenna um hrunin og er rannsóknin unnin úr íslensku kosningarannsókninni sem gerð var eftir kosningar. Niðurstöðurnar sýna að kjósendum finnst viðskiptabankarnir, FME, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ríkisstjórn Geirs H. Haarde bera mesta ábyrgð á hruninu. Hún segir ástæðuna fyrir því að sömu flokkar eru nú við völd og árið 2008 þá að fólk hafi kosið út frá framtíðarvæntingum enda hafi kjósendum fundist skuldavandi heimilanna hafa verið mikilvægasta pólitíska verkefnið fyrir kosningarnar.