Velta jókst talsvert hjá lágvöruverðsverslunum í Bretlandi um jólin. Veltan jókst um heil 30% í búðum þýsku verslunarinnar Aldi en minna hjá öðrum. Hún jókst um 10,8% hjá Lidl og 9,7% hjá bresku versluninni Iceland. Verslunin var að stærstum hluta í eigu slitastjórnar Landsbankans en Malcolm Walker og hópur fjárfesta keypti hana í fyrravor.

Í breska dagblaðinu Daily Mail og fleiri breskum fjölmiðlum segir að fólk hafi í meiri mæli en áður keypt jólamatinn í lágvöruverðsverslunum í skugga verðhækkana á matvöruverði.