Liv Bergþórsdóttir, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nova ehf, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Novators ehf.  Nova ehf. sótti í dag um rekstrarleyfi fyrir þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) og var einn þriggja aðila sem sótti um þau fjögur sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú til úthlutunar, segir í tilkynningu.

Jóakim Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tæknimála Nova en var áður yfirmaður tæknimála hjá Novator og sá meðal annars um uppbyggingu á 3G kerfi í Póllandi.

Liv og Jóakim komu bæði að uppbyggingu Tals frá árinu 1998 en Liv sá um markaðsmál Tals en Jóakim stjórnaði tæknihlutanum.