Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express, segir í tilkynningu.  Hann mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf.

Birgir Jónsson fráfarandi framkvæmdastjóri, sem lætur af störfum í dag, mun á næstunni taka við starfi framkvæmdastjóra erlendrar starfsemi eignarhaldsfélagsins Kvosar hf.

Birgir segir: ?Síðustu tvö ár hafa verið viðburðarrík og skemmtileg. Það hefur verið einstök reynsla að fá að taka þátt í uppbyggingu Iceland Express á þessum tíma. Hér starfar einstaklega hæft og gott fólk sem ég mun sakna. Ég þakka eigendum og starfsfólki gott samstarf og ég óska fyrirtækinu góðs gengis í framtíðinni.?

Matthías segir spennandi tíma framundan hjá Iceland Express. ?Það er ljóst að félagið er sterkt. Ég þakka Birgi Jónssyni fyrir gott starf og óska honum velfarnaðar í nýju starfi.?