Sveinung Hartvedt, framkvæmdastjóri hlutabréfaviðskipta hjá DnB NOR Markets í Noregi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis sem er með starfsemi á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hann tekur við starfinu af Frank O. Reite sem verður framkvæmdastjóri yfir vexti og viðskiptaþróun bankans. Með ráðningum undanfarið hefur Glitnir styrkt yfirstjórn bankans, Morten Bjørnsen var nýlega ráðinn til að stýra viðskiptabankastarfsemi Glitnis á Norðurlöndum og Sveinung Hartvedt er nú ráðinn til að stýra markaðsviðskiptum bankans og taka þeir báðir sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Efling yfirstjórnar bankans með tilkomu þessara stjórnenda mun gera Frank O. Reite kleift að einbeita sér að viðskiptaþróun og samþættingu þeirra norrænu fyrirtækja sem Glitnir hefur keypt. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir að styrking yfirstjórnar bankans með ráðningu öflugra og reyndra forystumanna, sem hafa náð góðum árangri, sé lykill að árangri til framtíðar.

?Það er mikilvægt að halda áfram að efla yfirstjórn bankans svo hægt sé að viðhalda arðbærum vexti. Með leiðandi stjórnendum á borð við Frank O. Reite, Sveinung Hartvedt og Morten Bjørnsen í forystusveit bankans mun hann styrkja stöðu sína á mörkuðum,? segir Lárus Welding.

?Frank O. Reite mun vinna náið með mér við að greina tækifæri til vaxtar. Hann mun leiða ytri vöxt og sinna samþættingarverkefnum en reynsla hans mun einnig nýtast við þróun og eftirfylgni,? segir Lárus Welding. Frank O. Reite mun áfram gegna stjórnarformennsku í félögum sem verið er að þróa eins og FIM í Finnlandi og Glitnir Property Holding í Noregi og Svíþjóð. Hann mun halda áfram að stýra starfsemi bankans á Norðurlöndum þar til Morten Bjørnsen hefur störf 1. ágúst n.k. og markaðsviðskiptum þar til Sveinung Hartvedt hefur störf 1. september.

Sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis mun Sveinung Hartvedt leiða um 300 starfsmenn í fimm löndum en greiningardeildir markaðsviðskipta greina reglulega meira en 200 skráð félög. Í lok 1. ársfjórðungs 2007 var markaðsverðmæti Glitnis um 4,5 milljarðar evra og eignir um 25,3 milljarðar evra. Í samræmi við það markmið Glitnis að sækja fram á sviði markaðsviðskipta mun Hartvedt m.a. vinna að frekari uppbyggingu einingar sinnar í þeim löndum þar sem bankinn er með starfsstöðvar eða hyggur á opnun starfsstöðva.

?Eftir markvissar fjárfestingar á Norræna markaðnum er Glitnir orðinn annar stærsti miðlarinn á hlutabréfamörkuðum Norðurlanda. Ég er mjög ánægður að sjá hve miklu Glitnir og þá sérstaklega Frank O. Reite, sem hefur verið ábyrgur fyrir markaðsviðskiptum, hefur áorkað við að efla markaðsviðskipti samstæðunnar á stuttum tíma. Ég hlakka til að geta hafið störf og lagt mitt af mörkum við að efla vöxt Glitnis til framtíðar,? segir Sveinung Hartvedt

Glitnir er leiðandi aðili á norrænum verðbréfamarkaði. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá OMX-kauphöllunum og kauphöllinni í Ósló er Glitnir annar stærsti miðlarinn á Norðurlöndum mælt í veltu og með starfsemi í fimm löndum; á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi, en tvö síðastnefndu löndin bættust við markaðssvæði Glitnis við kaupin á FIM. Markaðshlutdeild Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði hefur vaxið umtalsvert á einu ári, úr 0,8% á 1. ársfjórðungi 2006 í 6,05% á 1. ársfjórðungi þessa árs. Þennan mikla vöxt má rekja til öflugs innri vaxtar og kaupa á fyritækjunum Norse Securities (nú Glitnir Securities AS), Fischer Partners (nú Glitnir AB) og FIM Group (yfirtökutilboði í FIM Group lýkur 16. maí n.k.). Samanlögð markaðshlutdeild Glitnis og FIM á 1. ársfjórðungi þessa árs var 26% á Íslandi, 6,66% í Finnlandi, 6,28% í Svíþjóð, 5,63% í Noregi og 3,24% í Danmörku.

?Sterk staða okkar á sviði verðbréfamiðlunar leggur grunninn að stöðu Glitnis sem leiðandi fyrirtækis í fjármálaþjónustu á Norðurlöndum. Sveinung Hartvedt mun gegna veigamiklu hlutverki við áframhaldandi vöxt markaðsviðskipta bankans og ég er mjög stoltur yfir að kynna ráðningu hans, en hann er fyrsti framkvæmdastjórinn sem ráðinn er til Glitnis eftir að ég tók við? segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Markaðshlutdeild í norrænum hlutabréfaviðskiptum ? 1. ársfjórðungur 2007*
Skandinaviska Enskilda Banken AB 7.53 %
Glitnir/FIM 6.05 %
Morgan Stanley & Co. International LTD 5.99 %
Carnegie Investment Bank AB 5.83 %
Svenska Handelsbanken AB 4.44 %

?Glitnir hefur náð örum vexti og er að styrkja sig mjög í sessi á þeim mörkuðum sem bankinn starfar á. Starfsmenn Glitnis eru þekktir fyrir fagleg vinnubrögð og heilindi og ég hlakka til að verða hluti af þessari sterku liðsheild,? segir Sveinung Hartvedt.

Sveinung Hartvedt hefur unnið að markaðsviðskiptum við góðan orðstír. Hann hefur gegnt stjórnendastöðum hjá DnB NOR Markets sl. 10 ár. Þar áður starfaði hann sem miðlari og yfirmaður markaðsviðskipta FIBA Nordic Securities AS og miðlari og yfirmaður greiningar hjá Carnegie 1989-1994. Sveinung Hartvedt er með próf í viðskiptafræði frá viðskiptaháskóla Noregs (Norwegian School of Economics and Business Administration) en hann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður á viðskiptatímaritinu Kapital í Noregi.