Stofnandi og núverandi stjórnarformaður Norrænu kauphallarinnar OMX, Olof Stenhammar, hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram í stjórn Kauphallarinnar á næsta ári, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Stenhammar stofnaði OMX árið 1984 og starfaði sem framkvæmdarstjóri til ársins 1996, en hann hefur starfað sem stjórnarformaður síðan. Kosið verður í stjórn OMX á almennum fundi vorið 2007 og mun Stenhammar ekki bjóða sig fram.

Stenhammar segir að OMX hafi verið frumkvöðull í þeim miklu breytingum sem kauphallir heimsins hafa gengið í gegn um á undanförnum áratugum.