Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, lætur störfum hjá fyrirtækinu nú um helgina. Hann mun þó áfram vera þar með annan fótinn, þar til annar hefur verið ráðinn í hans stað.

Orri starfaði áður sem framkvæmdastjóri og svæðis-sölustjóri í N- og S-Ameríku hjá Maskínu til 2002 og hjá Norræna fjárfestingarsjóðnum sama ár. Þá var hann aðstoðarmaður forsætisráðherra á árunum 1997 til 2000 og starfaði þar áður hjá utanlandssviði Eimskipafélagsins á árunum 1995 til 1997.

Hann lauk kandídatspróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið1995 og fékk MBA-gráðu frá Harvard Business School árið 2002.