Þórður Birgir Bogason hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri MEST ehf. og hefur stjórn félagsins gengið frá starfslokasamningi við hann að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Bjarni Gunnarsson, stjórnarformaður AGN Holding og MEST ehf., mun taka við starfi forstjóra og gegna því tímabundið. Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í morgun.

Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Á þeim tíma sem liðinn er hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir verktaka og fagaðila í byggingariðnaði og verklegum framkvæmdum og almennt framkvæmdafólk segir í tilkynningu. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði.