Sigríður Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf útibússtjóra á vestursvæði útibúa Spron. Sigríður, sem tekur formlega við starfinu 1. október, hefur starfað hjá SRON í 25 ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sigríður hefur frá árinu 2002 starfað sem þjónustustjóri í útibúi Spron á Skólavörðustíg og verið staðgengill útibússtjóra á vestursvæðinu. Frá 1999-2002 var Sigríður forstöðumaður bókhaldsdeildar Spron og frá 1998-1999 var hún fulltrúi í bókhaldsdeild. Þá starfaði hún sem þjónustufulltrúi frá 1996-1998 í útibúi Spron á Seltjarnarnesi og frá 1987-1996 var Sigríður skrifstofustjóri í sama útibúi. Á árunum 1982-1987 starfaði hún við ýmis störf hjá fyrirtækinu.