Sigríður Olgeirsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Humac en Bjarni Ákason stofnandi og frumkvöðull Humac lætur af störfum eftir að hafa selt hlut sinn í félaginu.

Humac er söluaðili Apple á Norðurlöndunum með starfsemi á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrirtækið rekur 19 verslanir en starfsmenn þess eru um 200. Áætluð velta Humac á þessu ári er um 8 milljarðar króna. Þórdís Sigurðar¬dóttir er stjórnarformaður Humac.

Í tilkynningu kemur fram að Sigríður hefur víðtæka reynslu af störfum við upplýsingatækni og starfaði síðast að útrásarverkefnum, fjárfestingum og öðrum sérverkefnum hjá Símanum. Þar áður var Sigríður framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss um fimm ára skeið. Sigríður er með MBA próf í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Maki Sigríðar er Sigurjón Gunnarsson, forstöðumaður viðskiptalausna HugAx og eiga þau tvær dætur.

?Tækifærið er mjög spennandi, fyrirtækið er alþjóðlegt og helsta vörumerki þess er með þeim sterkustu í heimi. Apple er frumkvöðull sem leggur meiri metnað enn aðrir í koma stöðugt fram með nýjar og betri vörur. Gildir þá einu hvort það er í vélbúnaði, hönnun eða frábærum notkunar¬möguleikum. Ég hlakka því mikið til að efla Humac enn frekar með starfsfólki og eigendum Humac?, segir Sigríður Olgeirsdóttir nýr forstjóri Humac í tilkynningu.