Stefán B. Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Stefán er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist sem sjávarútvegsfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri 1995 og lauk MSc gráðu í fjármálahagfræði frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi 1997.

Frá 1997 til 2003 starfaði Stefán sem sérfræðingur hjá Landsbankanum á Akureyri. Frá 2003 hefur Stefán verið lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Samhliða störfum sínum hjá ÍV er Stefán áfram lektor við Háskólann á Akureyri. Eiginkona Stefáns er Linda Benediktsdóttir og eiga þau eina dóttur.