*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 27. febrúar 2014 16:04

Fólk þarf að finna að það hafi áhrif

Ægir Már hjá Advania veltir fyrir sér hvað geri einn vinnustað betri en annan.

Ritstjórn
Ægir Már Þórisson hjá Advania.
Haraldur Jónasson

„Við sem manneskjur búum öll yfir þeim eiginleika að vilja skipta máli. Ef við upplifum það daginn út og inn að það sem við gerum hefur engin áhrif á aðra í kringum okkur munum við fljótt missa áhugann og fá leið á því sem við erum að gera,“ að sögn Ægis Más Þórissonar, framkvæmdastjóra mannauðs- og markaðssviðs Advania.

Í tilefni af morgunverðarfundi Advania á morgun um mannauðsmál veltir Ægir fyrir sér í grein á vef Advania hvað það er sem geri einn vinnustað framúrskarandi en annan ekki. Niðurstaða Ægis er sú að eitt af mikilvægustu hlutverkum stjórnenda er að leiða starfsfólk í skilning um það hvernig störf þeirra skipta máli og hafa áhrif á aðra.

„Mörgum stjórnendum reynist sérstaklega erfitt að benda fólki á hvernig störf þeirra hafa áhrif á líf annarra. Ein skýringin er líkast til sú að mörgum finnst erfitt að viðurkenna þá staðreynd að störf starfsmanna hafa heilmikil áhrif á þá sjálfa,“ skrifar Ægir og leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækja ætti að geta verið það sjálft í vinnunni en ekki að þurfa að setja sig í sérstakar stellingar. Þetta þýði að stjórnandinn verði að þekkja sitt fólk og vita eitthvað annað um það en nákvæmlega það sem það gerir í vinnunni. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is