Viðar Már Matthíasson hefur óskað eftir leyfi frá störfum sínum sem formaður Yfirtökunefndar Kauphallar Íslands, vegna námsleyfis frá 1. júlí til 31. desember nk.

Jóhannes Sigurðsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og varmaður í nefndinni mun gegna störfum formanns nefndarinnar þann tíma og við sæti hans tekur Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor.

Aðrir nefndarmenn eru Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, varaformaður og Erna Bryndís Halldórsdóttir, löggiltur endurskoðandi. Varamenn eru; Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Capital hf. og Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. Nefndin hefur aðsetur í Kauphöll Íslands sem jafnframt leggur henni til starfsmann. Starfsmaður nefndarinnar er Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, lögfræðingur