*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 2. nóvember 2011 22:41

Fólkið í slitastjórnum skilar uppgjöri; góður hagnaður

Lögmannsstofa Steinunnar Guðbjartsdóttur hagnaðist um 68 milljónir króna í fyrra. Hún situr í slitastjórn Glitnis.

Ritstjórn
Félag Steinunnar heitir Lögmannsstofa Steinunnar Guðbjartsdóttur.
Haraldur Jónasson

Lögmannsstofa Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, hagnaðist um 68 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem nú liggur fyrir. Starfsemi stofunnar er fyrst og fremst í kringum störf Steinunnar fyrir slitastjórnina, sem kostuð er af kröfuhöfum Glitnis. Heildarlaun þeirra sem sátu í skilanefnd og slitastjórn Glitnis voru 348 milljónir króna í fyrra og hækkuðu um 75 milljónir milli ára.

Samkvæmt ársreikningum fimm félaga í eigu lögmanna, sem sitja í skilanefndum og slitastjórnum gömlu bankanna, nam hagnaður þeirra samtals um 150 milljónum króna í fyrra. Lesa má um nánari sundurliðun og nöfn lögmannanna og félaga þeirra í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kemur út á morgun, fimmtudag.

 

Meðal efnis í Viðskiptablaðinu á morgun:

 • Írskur flugrekandi mun leigja flugvélarnar sem  WowAir mun nota

 • Heimsmarkaðsverð á áli hefur sýnt fram á að „álið sé málið"

 • Standi Kaupþingsdómurinn hefur hann áhrif á fleiri en Ingvar Vilhjálmsson

 • Norðmenn eru ekki nískir frændur heldur eyða mest allra ferðamanna

 • Fjárfesting í Högum hefur skilað sér vel fyrir nýju eigendurna sem skapar spennur fyrir útboðið

 • Segja útboðsgengi Icelandair ekki hafa verið lágt þrátt fyrir 130% hækkun!

 • Veit einhver hvaða samansafn fyrirtækja er í Turninum? Yfirlit í Viðskiptablaðinu

 • Komið að stýrivaxtastoppi? Már Guðmundsson segir að vextir séu á "réttum stað"

Annað efni:

 • Ítarlegt viðtal við Simon Johnson, prófessor í MIT, sem sló í gegn í Hörpunni

 • Íslensk fegurð er skiljanlega eftirsótt en það eru líka íslenskar snyrtivörur

 • Hver er besti stjórnandinn? Hvernig segir þú upp fólki? Markaðssíðan á sínum stað

 • Hrafn Jökuls er líka á sínum stað; góðar hugmyndir, pistill, skák og speki

 • Katrín Ólafsdóttir er öflugur hagfræðingur. Það gerðist ekki af sjálfu sér.

 • Fullt af myndum, fundir, ráðstefnur, frægir og ekki frægir

 • Óðinn segir hvert Össur stefnir eftir síðasta uppgjör

 • Huginn og Muninn greina frá því hvar Jón Steinar var gerður að heiðursfélaga

 • Týr veltir fyrir sér stöðu formanna flokkanna

  ...og margt fleira.