*

laugardagur, 25. janúar 2020
Innlent 11. september 2019 14:45

Fólksfjölgun umfram störf

Þrátt fyrir 7,3% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara stefnir í að þeim fjölgi um rúmlega 4 þúsund í ár.

Ritstjórn
Atvinnuleysi gæti gægst yfir 5% á næsta ári skv. spá Greiningardeildar Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka bendir á í nýrri skýrslu að þrátt fyrir að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hafi hækkað úr 3,8% í 7,3% á innan við tveimur árum sé útlit fyrir að aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta verði rúmlega 4 þúsund í ár. Þessi fólksfjölgun umfram störf hækki eðlilega atvinnuleysi og að gefnum forsendum um svipaða þróun horft ár fram í tímann reiknast deildinni til að atvinnuleysi gæti gægst yfir 5%. 

„Þrátt fyrir að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara sé hærra en almennt gerist í OECD löndunum er straumur vinnuafls til landsins enn kröftugur. Það er því ljóst að fleira hefur áhrif á fólksflutninga en atvinnuleysi og því má velta fyrir sér hvort að jafnvægisflutningar til landsins hafi aukist,“ segir ennfremur í skýrslunni, en með hugtakinu jafnvægisflutningar á deildin við nettó aðfluting til landsins þegar hagvöxtur er í samræmi við langtíma hagvaxtargetu hagkerfisins. 

Þessi fólksfjölgun umfram störf hækkar eðlilega atvinnuleysi og að gefnum forsendum um svipaða þróun horft ár fram í tímann reiknast deildinni til að atvinnuleysi gæti gægst yfir 5%. 

„Að skapa hagfellt umhverfi fyrir vöxt atvinnulífsins verður því mikilvægt verkefni hagstjórnar á komandi misserum,“ segir ennfremur í skýrslu Greiningadeildar Arion banka.