Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var neikvæð um 7.462 milljónir króna í lok mars eða við lok fyrsta fjórðungs ársins. Þetta jafngildir 411% af vergri landsframleiðslu. Ef þrotabú föllnu bankanna eru skilin frá lítur myndin öðruvísi út. Þá er staðan neikvæð um 194 milljónir króna eða sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu.

Fram kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi og um stöðu þjóðarbúsins á sama tíma að talið er að slit innlánsstofnana í slitameðferð hafi neikvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nemur 43% af vergri landsframleiðslu. Önnur fyrirtæki sem unnið er að slitum á hafa hins vegar jákvæð áhrif sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu.

Undirliggjandi erlend staða miðað við reiknað uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð og fyrirtækja sem unnið er að slitum á er því metin neikvæð um 51% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar var undirliggjandi staða talin neikvæð um 53% af vergri landsframleiðslu í lok fjórða ársfjórðungs 2013. Eru breytingar á undirliggjandi stöðu óverulegar frá eldri birtingum, að því er fram kemur í bráðabirgðayfirlitinu.