Viðskiptajöfnuðum var jákvæður um 53,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar var hann neikvæður um 9,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi.

Fram kemur í upplýsingum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd að afgangur á vöruskiptum við útlönd var 21 milljarður króna en afgangur af þjónustuviðskiptum nam 46 milljörðum króna. Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 13,2 milljarða króna.

Fram kemur í upplýsingum Seðlabankans að halli á þáttatekjum skýrist að stórum hluta af innlánsstofnunum í slitameðferð, þ.e. föllnu bankanna. Fram kemur í upplýsingum Seðlabankans að reiknuð gjöld vegna innlánsstofnana í slitameðferð námu 16,2 milljörðum króna og tekjur um 7,6 milljörðum króna.Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á þáttatekjujöfnuð nema 8,6 milljörðum króna. a.kr. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa þeirra er því óhagstæður um 4,6 milljarða króna. Ef innlánsstofnair í slitameðferð eru teknar út úr tölunum þá var viðskiptajöfnuður hér á landi hagstæður um 62,5 milljarða króna samanborið við 2,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans.