Eignarhaldsfélagið Fons hefur samþykkt að kaupa skandinavísku ferðaskrifstofuna Hekla Resjer, sem meðal annars sérhæfir sig í að flytja ferðamenn frá Norðurlöndunum til Íslands, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Ekki hefur komið fram hve mikið Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, greiddi fyrir félagið en heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að árleg velta er í kringum 1,2 milljarða króna.

Hekla Resjer er það stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum og einbeitir sér að markaðsetningu ferða til Norður-Atlantshafssvæðinsins, svo sem Íslands, Írlands, Skotlands og Bandaríkjanna. Ferðaskrifstofan er með starfssemi í Kaupmannahöfn og Danmörku.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu, sem kom út þann 17. mars.