Sænska fyrirtækið Zeta Display og íslenska fjárfestingafélagið Fons hafa ákveðið að selja hlut sinn í sænska tækinifyrirtækinu MultiQ, samvæmt upplýsingum frá norrænu fréttaveitunni Esmerk.

Fons, í gegnum Zeta Display, náði keypti 10% hlut í félaginu í desmber árið 2005 og náði síðan yfirráðum í júní í fyrra.

Kaupendur MultiQ er hópur alþjóðlegra fjárfesta, sem eiganst 26% hlut, og forstjórinn Thomas Kiefer og stjórnarformaður MulitQ, Lennart Pihl. MulitQ sérhæfir sig í framleiðslu flatsjáa. Rekstur fyrirtækisins hefur verið undir væntingum.