Fons jók hlut sinn í sænsku ferðskrifstofunni Ticket Travel Group í 29,26% í gær en yfirtökuskylda myndast við 30%, að því er fram kemur í frétt Dagens Industri. Félagið er skráð í sænsku kauphöllina.

Matthías Imsland, stjórnarformaður Ticket og yfirmaður hjá Fons, vildi ekki segja til um hvort Fons myndi auka frekar við eign sína í Ticket Travel Group.

Fyrr í mánuðinum skrifaði ferðaskrifstofan undir samning um að kaupa MZ Travel AB og eru fleiri yfirtökur fyrirhugaðar. Ticket Travel Group stefnir á að verða stærst á sínu sviði í Skandinavíu, að því er Matthías segir við Dagens Industri.