Fjárfestingafélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur innleyst til sín hluti í Teymi sem félögin Melkot og Grjóti hafa haldið utanum, en þau eru bæði fjárhagslega tengd Fons. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Markaðsvirði kaupanna er 490,7 milljónir króna. Um er að ræða 83.729.801 hlut. Eftir viðskiptin er markaðsvirði hlutar Fons í Teymi um 1,64 milljarðar króna.

Teymi hefur hækkað um 8,36% það sem af er ári. Markaðsvirði félagsins er 20,9 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.