Einn stofnandi Mossack Fonseca, Ramon Fonseca, segir að gagnalekinn sem kenndur er við Panamaskjölin sé ólöglegur og brot á einkalífi viðskiptavina Mossack Fonseca.

„Þetta er árás á Panama, vegna þess að öðrum þjóðum líkar það illa hve harða samkeppni Panama rekur í að laða að sér erlend fyrirtæki," segir Ramon. „[Lekinn] er glæpur og afbrot, og brotið er á einkalífi viðskiptavina Mossack Fonseca með þessum hætti."

Gífurstór gagnaleki frá fyrirtækinu hefur upplýst um aflandseigur fjölda stjórnmálamanna og efnaðs fólks víðsvegar um heim - meðal annars á Íslandi - en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru öll tengd félögum sem skráð voru á einn eða annan hátt gegnum Mossack Fonseca.