*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 28. júní 2018 12:57

Fontana hækkar um 80% í virði

Verðmæti Gufu sem rekur baðstaðinn við Laugarvatn hefur hækkað mikið á einu ári samkvæmt bókum Bláa lónsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gufa, sem á og rekur baðstaðinn Fontana sem reist var á grunni gömlu baðaðstöðunnar við Laugavatn, er metið á um 560 króna virði að því er Fréttablaðið segir frá.

Þar af nemur 36% hlutur Bláa lónsins 1,6 milljónum evra, eða sem samsvarar 203 milljónum íslenskra króna í bókum Bláa lónsins við lok síðasta árs.

Í lok árs 2016 var heildarbókfært virði baðstaðarins þó ekki nema 316 milljónir, svo heildarvirði hans hefur aukist um 77% á milli ára. Á síðasta ári jók Bláa lónið eignarhlut sinn í félaginu, úr 19% í 36%, en Icelandair hótel er næststærsti eigandinn með um 31% hlut.

Hagnaður baðstaðarins sem opnaði sumarið 2011 nam 91 milljón árið 2016 sem var þreföldun frá árinu áður. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2017.

Stikkorð: Icelandair Bláa lónið Fontana
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is