*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 11. ágúst 2017 14:14

Fór fram úr markaðsverðmæti Apple

Ef miðað er við opinbert gengi bólívarsins gagnvart dollar, varð fjármálafyrirtæki í Venesúela það verðmætasta í heimi í síðustu viku.

Ritstjórn
epa

Hlutabréfamarkaðurinn í Venesúela er einn sá verðmætasti í heimi ef miðað er við opinbert gengi bólívarsins gagnvart Bandaríkjadollar. Í frétt á vefsíðu Bloomberg kemur fram að í síðustu viku fór venesúelska fjármálafyrirtækið Mercantil Servicios Financieros fram úr Apple sem verðmætasta fyrirtæki heims um skamma stund.

Ef miðað er við opinbert gegni sem stendur nú í tíu bólívörum á móti dollar, þá nemur markaðsverðmæti Mercantil Servicios í 775 milljörðum dollara einungis 40 milljörðum á eftir Apple. 

Er þetta til marks um ófremdarástandið í efnahagsmálum landsins. Ef miðað er við gengið á svörtum markaði sem flestir íbúar Venesúela þurfa að notast við þá nemur markaðsverðmæti fyrirtækisins einungis 0,1 prósenti af því sem opinbert gengi gefur til kynna.

„Þetta er brjálæði" segir Asdrubal Oliveros framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Ecoanalitica í Caracas. „Þetta er til marks um vandamál Venesúela, það er mikið misræmi í verðum þegar ekkert eitt gengi er til staðar."

Samkvæmt opinbera genginu nemur heildarmarkaðsverðmæti hlutabréfamarkaðarins 3.700 milljörðum dollara. Samkvæmt því er hlutabréfamarkaðurinn í landinu verðmætari en hlutabréfamarkaðurinn í Þýskalandi. Í raunveruleikanum ríkir hins vegar ógnarástand í landinu og fátt sem bendir til annars að mikil niðursveifla í efnahagslífi landsins haldi áfram.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is