Actavis hefur sett á markað í Bandaríkjunum forðalyfið Nifedipine XR og er dreifing þess þegar hafin. Þetta er fyrsta markaðssetning Abrika síðan Actavis keypti fyrirtækið í apríl síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Actavis. "Nifedipine XR er samheitalyf Adalat® CC frá frumlyfjafyrirtækinu Bayer og er framleitt í 30mg og 60mg töflum. Lyfið er notað við háþrýstingi, ýmist eitt sér eða með öðrum blóðþrýstingslyfjum," segir í tilkynningu.

Árleg sala lyfsins á Bandaríkjamarkað nam 143 milljónum Bandaríkjadala (9 milljörðum ISK) á 12 mánaða tímabili sem lauk í mars 2007, skv. tölum frá IMS health data.

Actavis hefur nú markaðssett 6 ný samheitalyf í Bandaríkjunum frá áramótum, en alls er áætlað að þau verði á bilinu 18-20 á árinu 2007.