Actavis hefur sett verkjalyfið Fentanyl forðaplástur á markað í þremur Evrópulöndum - Finnlandi, Svíþjóð og Póllandi. Sala á Fentanyl frá Actavis hófst fyrr á árinu í 6 öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og verður lyfið markaðssett víðar á næstunni segir í frétt félagsins.
Fentanyl forðaplástur er samheitalyf frumlyfsins Duragesic® frá lyfjafyrirtækinu Alza Janssen og er lyfið frá Actavis framleitt í 12, 25, 50, 75 og 100 mcg/klst styrkleika.
Fentanyl forðaplástur er notaður til að lina sársauka sem krefst stöðugrar notkunar deyfilyfja í lengri tíma, þegar ekki er hægt að nota aðrar aðferðir eins og kvalastillandi lyf án hormóna, samsett deyfilyf eða verkjalyf í skömmtum sem fara strax út í blóðrásina. Áhrif forðaplástursins vara í 72 klst.
Árleg sala Fentanyl plástra á evrópska efnahagssvæðinu nam um 657 milljónum evra (57,6 milljörðum íslenskra króna), miðað við mars 2007, samkvæmt. tölum frá IMS Health data.