Research in Motion (RIM), framleiðandi hinna vinsælu Blackberry síma, er það fyrirtækis sem hvað hraðast vex þessa dagana að mati viðskiptarímaritsins Forbes.

RIM, sem staðsett er í Kanada, er nú í fyrsta skipti í fyrsta sæti á árlegum lista Forbes yfir þau 100 fyrirtæki sem vaxa hraðast en miðast er við síðustu 12 mánuði.

Bandaríski ögjörvaframleiðandinn Sigma Designs er í öðru sæti listans en þá er kínverska netfyrirtækið Sohu.com í þriðja sæti.

Á lista Forbes er miðast hagnað, framleiðni, eiginfjárhlutfalls, viðskiptaþróun, veltu með hlutabréf og fleiri þátta til að mæla út hvaða fyrirtæki sýnir hraðast vöxtinn hverju sinni.

Þetta er þó í fyrsta skipi sem Forbes horfir til fyrirtækja fyrir utan Bandaríkin og það vekur sérstaka athygli hvað mörg fyrirtæki sem staðsett eru annars staðar en í Bandaríkjunum skipa sæti ofarlega á listanum. Þannig eru 5 kínversk fyrirtæki á listanum svo dæmi sé tekið.

Hagnaður RIM hefur aukist um 84% síðustu 3 árin. Þá hefur lausfjárflæði félagsins aukist um 77% á sama tíma.

Hagnaður Sigma hefur aukist um 104% síðustu þrjú árin, sem helst kemur til vegna mikillar sölu á blue-ray DVD spilurum, en auk þess hefur félagið gert stóran samstarfssamning við Microsoft.

Til gamans má geta að þau tvö félög sem verið hafa efst á listanum síðustu ár, Apple og Google er nú í 39. og 68. sæti.