*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 5. nóvember 2014 15:02

Forbes: Rússlandsforseti valdameiri en Bandaríkjaforseti

Tveir seðlabankastjórar eru í átta efstu sætunum yfir valdamestu menn heims.

Ritstjórn

Viðskipta­tíma­ritið For­bes telur að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé valda­meiri en Barack Obama Bandaríkjaforseti. Pútín er í efsta sæti list­a yfir valda­mestu menn heims en Obama í öðru sæti.

Í þriðja sæti er Xi Jinping leiðtogi Kína. Francis páfi er í fjórða sæti og Angela Merkel kanslari Þýskalands er í fimmta sæti. 

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, er í sjötta sæti og Bill Gates stofnandi Microsoft í sjöunda. Í áttunda sæti er Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu.

Hér má sjá listann í heild sinni.

Stikkorð: Forbes
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is