Forsvarsmenn fjölmiðlafyrirtækisins Forbes Media hafa tilkynnt að meirihluti fyrirtækisins hefur verið seldur til hóps af alþjóðlegum fjárfestum í Hong Kong. Höfuðstöðvar félagsins verða þó áfram í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í bloggfærslu Steve Forbes sem birt var í gær.

Forbes hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í 97 ár en fjölskyldan mun enn eiga mikilvægan hlut í félaginu. Steve Forbes mun vera stjórnarformaður og aðalritstjóri áfram

Forbes er mikið fjölmiðlaveldi sem nær til 75 milljón manna um allan heim mánaðarlega í gegnum alla miðla sína. Leit var hafin að fjárfestum í nóvember, en kaupverð þessa nýja samnings er ekki gefið upp.