Vefsíða bandaríska tímaritsins Forbes gerir Ísland að umtalsefni sínu í þessari viku. Sagt er frá því hvernig landið breyttist úr miðstýrðu fiskveiðihagkerfi í stóran vogunarsjóð á síðustu tveimur áratugum.

Hátt hlutfall fjármálafyrirtækja af vergri landsframleiðslu er sagt gera íslenska hagkerfið afar viðkvæmt fyrir áföllum á alþjóðamörkuðum, en að sama skapi eru Íslendingar með allra ríkustu þjóðum heims.

Jafnframt er fjallað um hvernig alþjóðlegir lánadrottnar líti á Ísland og íslensku bankana sem einn og sama hlutinn, þrátt fyrir að íslenska ríkið sé svo gott sem skuldlaust. Því sé það helsta áskorun ríkisstjórnarinnar að gera hagkerfinu kleift að lenda mjúklega eftir uppgang síðustu ára.

Grein Forbes má í heild sinni lesa hér .