Bandaríski bílarisinn Ford ætlar að loka verksmiðju sinni í Belgíu eftir tvö ár og færa framleiðsluna suður til Spánar. Viðbúið er að 3.400 manns sem vinna hjá Ford í Belgíu verði sagt upp. Ekki er útilokað að fljótlega verði tilkynnt um breytingar á framleiðslu Ford í Bretlandi en stjórnendur fyrirtækisins þar hafa boðað til fundar með forsvarsmönnum verkalýðsfélaga á morgun.

Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar af málinu að ástæðan fyrir flutningnum sé sú að skuldakreppan á evrusvæðinu hafi komið illa við íbúa þar og haldi þeir nú fastar um veskið en áður, ekki síst þegar kemur að bílakaupum.

Staða Ford er ekkert skárri á Spáni en samkvæmt Reuters hafa stjórnendur Ford dregið úr bílaframleiðslu í verksmiðjum sínum í Genk og Valencia. Á móti felst hagræðiði ekki síst í því að þar eru laun lægri en í Belgíu, að sögn Reuters.