Bílaframleiðandinn Ford Motor Co. í Bandaríkjunum segist ekki þurfa á lánum frá ríkisstjórninni að halda til þess að endurskipuleggja rekstur sinn þrátt fyrir mikinn samdátt í bílasölu, að því er Alan Mulally aðalforstjóri fyrirtækisins upplýsti í gær.

Hinir stóru bílaframleiðurnir í Bandaríkjunum, General Motors og Chrysler, fengu samþykkt rikisstjórnarinnar fyrir lánum að fjárhæð 17,4 milljarðar dollara. Ford hefur hins vegar beðið um aðgang að 9 milljarða dollara lánalínu frá bandarískum stjórnvðldum en ekki sótt um lán, að því er Reuters fréttastofan segir frá.

Í máli Mulally kom fram að bílasala í Bandaríkjunum hefði verið svipuð í janúar og hún var í desember sl., en þá féll hún um 36% frá árinu áður. Forráðamenn Ford fyrirtækisins gera ráð fyrr að efnahagsráðstafanir Barack Obama muni gera það að verkum að bílasala muni örvast á þessu ári og seldir verði 12-12,5 milljónir bíla á yfirstandandi ári.