Bandaríski bifreiðaframleiðandinn Ford hefur tilkynnt að á fjórða ársfjóðrungi verði framleiðsla bifreiða minnkuð um 21%, en það er gert til að styðja við endurskipulagningu fyrirtækisins og til að koma til móts við áhrif hækkandi olíuverðs á fyrirtækið, segir í frétt Dow Jones.

Ford hefur átt í erfiðleikum undanfarið og tapað mikið á markaðssvæðum í Norður-Ameríku, segir í fréttinni.

Ford mun fækka framleiddum bifreiðum um 168.000, fyrirtækið mun einnig minnka framleiðslu á þriðja ársfjórðungi um 9%.