Ford Motor Corp hefur hafið aðgerðir til að draga stórlega úr litaúrvali lakks á bifreiðum sem framleiddar eru af fyrirtækinu. Breytingunum er tlað að draga úr kostnaði, og segja má að stjórnendur fyrirtækisins hafi einkunnarorð Henry Ford, stofnandans sjálfs að leiðarljósi í þessum aðgerðum. En Ford varð frægur fyrir að segja að viðskiptavinir hans gætu fengið T-módelið fræga í hvaða lit sem er - svo lengi sem hann sé svartur.

Forstjóri Ford, Alan Mulally, gekk til liðs við fyrirtækið frá Boeing árið 2006. Hann segir í samtali við Reuters að honum hafi strax komið á óvart hversu gríðarlegt litaúrvalið væri á framleiddum bílum fyrirtæksins. Til að mynda væri hægt að velja 128 mismunandi liti í mælaborðið. Mulally segir að slíkt leiði á endanum til óánægðs viðskiptavinar, þar sem þær aðstæður munu óumflýjanlega koma upp að ákveðinn litur sem viðskiptavinur óskar eftir sé ekki til.  „Þannig eru viðskiptavinirnir óánægðir og við töpum peningum," segir hann.

Ford hefur nú ákveðið að minnka mögulegar litasamsetningar á Ford Focus og Ford Expedition um tæplega 100% á yfirstandandi ári.