Ford Motor Co. hefur lýst því yfir að bílaframleiðandinn muni fjárfesta 4,5 milljörðum bandaríkjadala, eða 580 milljörðum króna, í rafbílaframleiðslu.

Áætlanir framleiðandans stefna að því að hanna og framleiða 13 nýjar bíltegundir fyrir árið 2020, sem breytir hlutfalli rafbíla af heildarframleiðslu fyrirtækisins úr 13% í 40%.

Til að mynda er áætlað að nýr rafvæddur Ford Focus verði með hraðhleðslueiginleika.

„Eins og stendur munum við sjá bílaframleiðendur fjárfesta sífellt meiru í rafbílaframleiðslu vegna þess að við sjáum fram á mjög strangar útblástursreglugerðir árið 2025,” segir Michelle Krebs, greinandi AutoTrader, í samtali við Bloomberg .

Ford tekur þessa ákvörðun þrátt fyrir að sala á rafbílum í Bandaríkjunum fari mjög dalandi í kjölfar lækkandi olíuverðs. Svo virðist sem fyrirtækið veðji á langtímalausnir fram yfir þær sem miða að skammtímaghagnaði.