Bandaríski bílarisinn Ford ætlar sér að fjárfesta 1,2 milljörðum dala í Michigan.

Samkvæmt BBC munu 850 milljónir renna í framkvæmdir í verksmiðjunni í Wayne, en þar eru framleiddir Bronco og Ranger bílar.

Ford segist einnig ætla að skapa 130 störf í Romeo, en þar eru framleiddar vélar í Ford bíla.

Í janúar hætti Ford við frekari uppbyggingu í Mexikó, en fyrirtækið ætlaði sér að fjárfesta þar í landi fyrir 1,6 milljarða dala.

Talið er að Donald Trump hafi haft umtalsverð áhrif á ákvörðun fyrirtækisins.

Samkvæmt fréttatilkynningu Ford, gerir félagið ráð fyrir frekari hagvexti og meiri eftirspurn eftir bílum á næstu árum.