Ford Focus var mest seldi bíllinn í fyrra, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknarfyrirtækisins R.L. Polk & Co. Ford seldi rétt rúm milljón stykki af bílnum í fyrra. Um fjórðungur bílanna voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðandinn Ford átti þrjá bíla á lista yfir 10 mest seldu bíla ársins í fyrra, að sögn R.L. Polk & Co. Til samanburðar seldust rétt rúmlega 872 þúsund bílar af gerðinni Toyota Corolla á heimsvísu í fyrra.

Tom Libby, sérfræðingur hjá R. L. Polk & Co, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Los Angeles Times að Ford Focus og Ford Fiesta hafi selst almenn vel í gegnum tíðina. Þá segir hann að aukin bílasala í Bandaríkjunum eigi þátt í því að Ford tók toppsætið á síðasta ári.