*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 10. ágúst 2010 14:44

Ford kynnir kraftmeiri F-150 Harley-Davidson skúffubíl

Ritstjórn

Ford kynnir í dag 2011 módelið af Ford F-150 Harley-Davidson útgáfunni að því er fram kemur á vef The Detroit News. Er þetta aflmesti Harley-Davidson skúffubíll Ford frá upphafi. Hann verður með 6,2 lítra V-8 vél sem skilar 411 hestöflum og með 434 punda tog á hvert fet eins og Ameríkanar skilgreina togkraftinn. Þetta sama vél og er í 2010 módelinu af F-150 SVT Raptor og gefur Harley-Davidson útgáfgunni möguleika á að draga allt að 9.300 pund.