Talið er líklegt að bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor muni tilkynna á morgun um methagnað á þriðja ársfjórðungi. Yrði það mesti hagnaður á þriðja ársfjórðungi í 107 ára sögu félagsins en nýjar gerðir bíla Ford hafa selst vel á árinu.

Talið er að tekjur félagsins muni nema um 1,37 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi sem yrði um 40% aukning frá fyrra ári.