*

laugardagur, 4. desember 2021
Erlent 25. nóvember 2020 10:55

Ford tryggir starfsmönnum bóluefni

Bílaframleiðandinn hefur pantað kæliskápa sem ráða við að kæla bóluefni Pfizer, til að tryggja aðgengi starfsmanna að bóluefni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur pantað 12 kæliskápa sem eru nægilega kaldir til að geyma COVID-19 bóluefnið frá Pfizer. Með þessu vill Ford tryggja aðgengi starfsmanna sinna að bóluefninu þegar það mun fara í alþjóðlega dreifingu. Reuters greinir frá.

Ford fetar þar með í fótspor margra opinbera aðila í Bandaríkjunum, á borð við fylki og borgir, sem hafa verið að kaupa kæliskápa sem geta geymt bóluefnið við -70 gráðu kulda. Flest bóluefni þurfa að vera geymd við 2-8 gráður á celsius.

„Við réðumst í þessar aðgerðir til að tryggja það að starfsmenn okkar fái aðgengi að bóluefni eins fljótt og auðið er," er haft eftir Kelli Felker, talskonu Ford í frétt Reuters. Enn er unnið að endanlegri útfærslu þess hvernig Ford mun bera sig að í þessu ferli að sögn hennar.  

Stikkorð: Ford bóluefni COVID-19