*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 3. júní 2017 15:31

Fordæmalaus umfjöllun

Creditinfo segir ljóst að engin verslunarkeðja hafi fengið jafn víðtæka fjölmiðlaumfjöllun og Costco við að hefja rekstur á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Engin verslunarkeðja hefur fengið jafn víðtæka umfjöllun í fjölmiðlum og bandaríski verslunarrisinn Costco við að hefja rekstur á Íslandi. Þetta er niðurstaða greiningardeildar Creditinfo.

Deildin tók saman fjölda frétta um Costco 30 daga fyrir opnun verslunarinnar og 7 daga eftir opnun, í samanburði við fréttaumfjöllun vegna opnunar Dunkin' Donuts og Bauhaus. Mest var umfjöllunin á opnunardegi Costco. Eftirfarandi graf birti Creditinfo á Facebook-síðu sinni í gær:

Costco opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí síðastliðinn. Fyrsta kaffihús bandaríska kleinuhringjarisans Dunkin' Donuts opnaði á Laugavegi 3 þann 5. ágúst árið 2015. Svissneska byggingavörukeðjan Bauhaus opnaði þann 5. maí við Vesturlandsveg árið 2012.

Stikkorð: Bauhaus Creditinfo Dunkin Donuts Costco